Forráðmenn Emirates Palace-hótelsins í Abú Dabí sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir viðurkenna að þeir hafi gengið full langt í skreytingu á jólatré hótelsins.
Forráðmenn Emirates Palace-hótelsins í Abú Dabí sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir viðurkenna að þeir hafi gengið full langt í skreytingu á jólatré hótelsins. Skreytingin hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið í fréttum að skrautið sem prýðir tréð kostar um 11 milljónir Bandaríkjadala, eða um ríflegan milljarð íslenskra króna, en um er að ræða skraut úr gulli, demöntum og öðrum eðalsteinum. Í yfirlýsingu frá hótelinu kemur fram eftirsjá yfir því að hafa gengið svo langt í skreytingum og forráðamenn þess viðurkenna að hugsanlega sé slíkur íburður þvert á anda jólanna.