Lögreglan á Egilsstöðum brá skjótt við á laugardag þegar tilkynnt var um reyk upp úr þaki fjölbýlishúss við Útgarð á Egilsstöðum. Þegar hún kom á staðinn upp úr kl.

Lögreglan á Egilsstöðum brá skjótt við á laugardag þegar tilkynnt var um reyk upp úr þaki fjölbýlishúss við Útgarð á Egilsstöðum. Þegar hún kom á staðinn upp úr kl. 11 var ljóst að eldur brann í sorpgeymslu hússins og leitaði reykurinn upp úr þakinu um loftræstirör.

Slökkviliðið var kallað út en lögreglan var búin að slökkva eldinn þegar það kom á staðinn. Lögreglan rýmdi húsið til öryggis, en engan sakaði vegna eldsins.

Töluverðar skemmdir urðu af sóti og reyk í blokkinni.