Jólagjafir Það getur stundum verið erfitt að finna eitthvað sniðugt.
Jólagjafir Það getur stundum verið erfitt að finna eitthvað sniðugt.
Það getur verið hinn mesti höfuðverkur að fá hugmynd að góðri gjöf fyrir sína nánustu. Margir eru alveg tómir og sjá fram á að vera enn á hlaupum á Þorláksmessudag í leit að hinni fullkomnu gjöf. Vefsíðan Gjafahugmyndir.

Það getur verið hinn mesti höfuðverkur að fá hugmynd að góðri gjöf fyrir sína nánustu. Margir eru alveg tómir og sjá fram á að vera enn á hlaupum á Þorláksmessudag í leit að hinni fullkomnu gjöf. Vefsíðan Gjafahugmyndir.is getur sparað mörgum sporin og kveikt góðar hugmyndir.

Síðan var nýverið sett á laggirnar en markmiðið með henni er að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum að kynna sína vöru og þjónustu gegn sanngjörnu gjaldi.

Vefsíðan er hönnuð með það að markmiði að sá sem skoðar hana eigi auðvelt með að finna hugmyndir að gjöfum fyrir sem flest tækifæri. Hinn almenni neytandi getur leitað eftir ýmsum forsendum; tilefni, tegund gjafar, aldri og kyni þess sem á að fá gjöfina og jafnvel upphæðina sem gjöfin má kosta. Þetta opnar ýmsa möguleika á að finna þá gjöf sem vantar fyrir ákveðið tilefni.

Þægilegt og öflugt leitarkerfi er á vefsíðunni, sem birtir strax niðurstöðurnar, ásamt myndum og upplýsingum um seljanda vörunnar.

Það er íslenska ljósmyndaþjónustan ehf. sem rekur þennan nýja vef.