Ný rannsókn sýnir fram á að það skiptir ekki heilsu þína máli hversu mikið áfengi þú drekkur, heldur hvernig og hvenær þú drekkur það.

Ný rannsókn sýnir fram á að það skiptir ekki heilsu þína máli hversu mikið áfengi þú drekkur, heldur hvernig og hvenær þú drekkur það.

Franskir vísindamenn söfnuðu upplýsingum um drykkjusiði 2405 karlmanna í Írlandi og 7373 í Frakklandi, þeim var fylgt eftir í tíu ár. Kom í ljós að Frakkarnir drekka meira að meðaltali, aðeins 12% af Írunum drukku daglega en 75% af Frökkunum. Lotudrykkja var algengari á Írlandi, eða 9% miðað við aðeins 0,5% í Frakklandi. (Lotudrykkja var skilgreind sem fimm drykkir eða meira að minnsta kosti einn dag í viku).

Eftir að hafa tekið út alla áhættuþætti kom í ljós að bæði lotudrykkjumenn og bindindismenn eru í tvöfalt meiri hættu á að fá hjartabilun en þeir sem drekka í hófi.

„Í Frakklandi er ávaxta, grænmetis og víns neytt í sömu máltíð. Við teljum að hægt sé að vernda hjartað með því að drekka daglega með heilli máltíð,“ sagði dr. Jean Ferrières sem stjórnaði rannsókninni.