Frjálslega farið með kjötgaffalinn Um síðustu helgi skrapp ég í Fjarðarkaup til að ná mér í helgarsteikina. Að öllu jöfnu ætti slík ferð að vera hættulítil, en í þetta sinn mátti litlu muna að slys yrði.

Frjálslega farið með kjötgaffalinn

Um síðustu helgi skrapp ég í Fjarðarkaup til að ná mér í helgarsteikina. Að öllu jöfnu ætti slík ferð að vera hættulítil, en í þetta sinn mátti litlu muna að slys yrði. Ég stóð við kjötborðið og beið þess að ungur afgreiðslumaður afgreiddi mig. Við hlið hans stóð ung stúlka, augsýnilega nýbyrjuð, a.m.k. sýndist mér það á vinnubrögðum hennar. Hún var vopnuð voldugum kjötgaffli og beitti honum af miklum móð í viðureign sinni við kjötbitana.

Skyndilega missti hún alla stjórn á kjötgafflinum, sem þeyttist af

miklum krafti yfir afgreiðsluborðið. Hann skaust framhjá mér á miklum hraða innan við fimm sentimetra. Ég hefði ekki boðið í sjálfa mig hefði gaffallinn hæft mig. Unga afgreiðslumanninum brá heldur betur í brún og varð að orði, svona lagað á ekki að geta gerst. En kjötmærinni brá ekki hið minnsta og hélt hún ótrauð áfram að berjast við kjötbitana og baðst ekki einu sinni afsökunar. Ég legg til við stjórnendur Fjarðarkaupa, að þeir sjái til þess að svona atburðir verði útilokaðir í framtíðinni.

Viðskiptavinur.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is