Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Leikmenn þýska úrvalsdeildarliðsins Hoffenheim, með Gylfa Þór Sigurðsson landsliðmann innanborðs, voru klaufar að missa 2:0 forustu sem þeir höfðu í hálfleik í jafntefli. Gylfi Þór skoraði annað mark liðsins á 40.

Leikmenn þýska úrvalsdeildarliðsins Hoffenheim, með Gylfa Þór Sigurðsson landsliðmann innanborðs, voru klaufar að missa 2:0 forustu sem þeir höfðu í hálfleik í jafntefli. Gylfi Þór skoraði annað mark liðsins á 40. mínútu eftir sendingu frá Vedad Ibisevic af vinstri kantinum. Gylfi Þór stýrði þá boltanum yfir línuna af tveggja metra færi. Ekki fallegasta markið sem Gylfi Þór hefur skorað á knattspyrnuferlinum enda á hann þau mörg flott. Þetta er hins vegar 6 markið sem hann skorar í 13 leikjum og hann er búinn að eiga eina stoðsendingu. Þrátt fyrir að hafa komið við sögu í 13 leikjum hefur hann aðeins verið í fjögur skipti í byrjunarliðinu.

Edin Dzeko jafnaði metin þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma en áður hafði hinn brasilíski Diego minnkað muninn.

Hoffenheim hefði með sigri komið sér í 5. sæti deildarinnar en í staðinn verma þeir 8. sætið með 25 stig. Wolfsburg sem hefur valdið stuðningmönnum sínum miklum vonbrigðum á þessu tímabili, er með 19 stig í 13. sæti. Borussia Dortmund er með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar. omt@mbl.is