Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) tók formlega til starfa í nýjum húsakynnum í Urriðaholtinu í Garðabæ sl. föstudag. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, sýndi þá Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra húsið, sem og eiginmanni hennar, Torfa Hjartarsyni.
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) tók formlega til starfa í nýjum húsakynnum í Urriðaholtinu í Garðabæ sl. föstudag. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, sýndi þá Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra húsið, sem og eiginmanni hennar, Torfa Hjartarsyni. Húsnæðið gjörbreytir öllu starfsumhverfi NÍ, að sögn Jón Gunnars, en það er sérhannað fyrir starfsemina. Við opnunin sagði hann að nýju heimkynnin væru mikið framfaraspor, ekki síst er kæmi að varðveislu verðmætra náttúrusýna og aðgengi að þeim til rannsókna. Húsið er hannað af Arkís en aðalverktaki framkvæmda var Ístak.