Samuel Eto
Samuel Eto
Inter frá Mílanó varð heimsmeistari félagsliða í knattspyrnu um helgina eftir 3:0 sigur á Mazembe frá Kongó. Inter varð þar með fyrst ítalskra félaga til að vinna 5 titla á sama árinu. Goran Pandev skoraði fyrsta mark Inter á 12.

Inter frá Mílanó varð heimsmeistari félagsliða í knattspyrnu um helgina eftir 3:0 sigur á Mazembe frá Kongó. Inter varð þar með fyrst ítalskra félaga til að vinna 5 titla á sama árinu. Goran Pandev skoraði fyrsta mark Inter á 12. mínútu og Samuel Eto´o jók forustuna 5 mínútum síðar. Það var svo Jonathan Biabiany sem innsiglaði sigurinn þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum. Inter er því heimsmeistari, Evrópumeistari, Ítalíumeistari, bikarmeistari á Ítalíu og stórbikarmeistari Evrópu og jafnaði afrek Barcelona frá síðasta tímabili.

Rafa Benítez, þjálfari liðsins, hefur verið valtur í sessi að undanförnu en lélegur árangur í deildinni heima fyrir er helsta ástæðan fyrir því. Hann sagði eftir leikinn að stjórn Inter hefði þrjá kosti. Að styðja hann í starfinu og kaupa 4-5 leikmenn, halda áfram á sömu braut og ekki búast við betri árangri í deildinni eða að tala við sína umboðsmenn og komast að niðurstöðu um starfslok. Stríð Benítez við stjórnarmenn félaga hans heldur því áfram en sambandið við forráðamenn Liverpool var ekki gott. omt@mbl.is