Lágafellskirkja í Mosfellsbæ.
Lágafellskirkja í Mosfellsbæ.
Kyrrð og friður nefnast jólatónleikar Ingu J. Backman söngkonu og Arnhildar Valgarðsdóttur organista sem fara fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í kvöld, mánudagskvöldið 20. desember.

Kyrrð og friður nefnast jólatónleikar Ingu J. Backman söngkonu og Arnhildar Valgarðsdóttur organista sem fara fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í kvöld, mánudagskvöldið 20. desember.

Inga og Arnhildur munu flytja jólalög frá ýmsum tímum og frá ýmsum löndum og lofa þær stöllur ljúfri stemningu og kertaljósi.

Tónleikarnir hefjast kl. 20, aðgangseyrir er 1.000 kr. og er jólapakki og kaffi að loknum tónleikum innifalið í þeirri upphæð. Það er um að gera að nota síðustu dagana fyrir jól til að njóta þeirra jólatónleika sem boðið er upp á víða.