Katla Guðlaugsdóttir, leikskólakennari á leikskólanum Akraseli á Akranesi, er þrítug í dag. Hún ætlar að vera í fríi í vinnunni í dag en á von á að vinnufélagarnir kíki til hennar í kvöld til að fagna með henni.

Katla Guðlaugsdóttir, leikskólakennari á leikskólanum Akraseli á Akranesi, er þrítug í dag. Hún ætlar að vera í fríi í vinnunni í dag en á von á að vinnufélagarnir kíki til hennar í kvöld til að fagna með henni. Um helgina kíkti Katla ásamt vinkonum sínum á ball með Páli Óskari á skemmtistaðnum Nasa. „Tilefnið er að þetta er síðasta skiptið sem ég fer á djammið tuttugu og eitthvað ára,“ segir Katla og hlær.

Hún segir oft ekki skemmtilegt að eiga afmæli í desember svo nærri jólum. „Fólk undrast oft hvað ég á mikið af jólaskrauti. Ástæðan er sem sagt sú að ég á afmæli 20. desember og þegar ég var lítil fékk maður eiginlega bara jólaskraut í afmælisgjöf. Til dæmis fékk ég jólatréð sem ég er með í stofunni í afmælisgjöf frá systkinum mínum. Það er frekar fyndin og óhefðbundin afmælisgjöf,“ segir Katla.

Aðra sérstaklega eftirminnilega afmælisgjöf fékk Katla frá Sigrúnu, vinkonu sinni, fyrir nokkrum árum. „Það var Danmerkuferð. Það var í fyrsta skipti sem ég öskraði liggur við yfir afmælisgjöf. Hún var á leiðinni út og gat ekki hugsað sér að fara án þess að taka mig með,“ segir Katla glöð í bragði. kjartan@mbl.is