Móttaka Eric Moody á Bessastöðum ásamt Óttari Sveinssyni.
Móttaka Eric Moody á Bessastöðum ásamt Óttari Sveinssyni.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók nýverið á móti flugstjóranum Eric Moody sem rætt er við í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - pabbi, hreyflarnir loga.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók nýverið á móti flugstjóranum Eric Moody sem rætt er við í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - pabbi, hreyflarnir loga. Fékk Ólafur Ragnar í leiðinni afhent eintak af bókinni, sem komist hefur á metsölulista líkt og aðrar Útkallsbækur hafa gert frá upphafi, eða í 17 ár samfellt fyrir hver jól.

Eric var við stjórnvölinn á Boeing 747 vél með 263 um borð þegar hún fór inn í öskuský yfir Jövu árið 1982. Er þetta með frægustu flugferðum sögunnar og var ein helsta ástæða flugbannsins þegar Eyjafjallajökull gaus sl. vor. Vélin missti afl á öllum fjórum hreyflunum. Nánast allir um borð töldu að þeir myndu deyja og vélin myndi hrapa í Indlandshafið. Eldur hafði kviknaði í öllum hreyflunum áður en drapst á þeim, reykur gaus upp í farþegarýminu, súrefnisgrímurnar féllu og flugliðarnir undirbjuggu nauðlendingu á sjó.

„Það er gott að fá þig inn í Útkalls-bókaflokkinn,“ mun Ólafur Ragnar hafa sagt við Eric er hann fékk bókina afhenta á Bessastöðum.