— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni Emilsson, fv.
Árni Emilsson, fv. útibússtjóri Landsbankans, lék fyrsta leikinn í skák þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Sigurðar Ingasonar við upphaf Friðriksmótsins svonefnda í höfuðstöðvum bankans í gær en um er að ræða Íslandsmótið í hraðskák, haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Um 80 skákmenn mættu til leiks. Þegar upp var staðið voru Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson efstir og jafnir með níu vinninga. Jón Viktor hafði betur eftir tvöfaldan stigaútreikning og telst vera Íslandsmeistari í hraðskák árið 2010.