Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 20 ára og yngri lék sinn síðasta leik í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tallinn í Eistlandi í gær. Ísland tapaði fyrir Spánverjum 0:1 og í gærkvöldi féll liðið niður í 3.

Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 20 ára og yngri lék sinn síðasta leik í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tallinn í Eistlandi í gær. Ísland tapaði fyrir Spánverjum 0:1 og í gærkvöldi féll liðið niður í 3. deild þegar Belgía vann gestgjafana Eistland 8:4.

Ísland vann fyrsta leik sinn í keppninni gegn Belgum en tapaði hinum fjórum gegn Eistlandi, Hollandi, Frakklandi og loks Spánverjum. Ísland og Eistland voru með jafnmörg stig en Eistland hékk uppi á innbyrðis viðureign liðanna. Með sigrinum á Eistum tókst Belgum jafnframt að tryggja sæti sitt í 2. deild og þeir unnu tvo leiki í keppninni. Belgía vann einnig nágrannaslaginn gegn Hollandi.

Íslensku strákarnir unnu sér í fyrra sæti í 2. deild en þurfa að sætta sig við að leika aftur í 3. deild að ári.

kris@mbl.is