Rangur fæðingardagur Í æviágripi um Önnu Guðjónsdóttur í blaðinu á Þorláksmessu slæddist villa. Var sagt að móðir hennar Erla Hulda Valdimarsdóttir hefði verið fædd 12. ágúst 1923. Hið rétta er að hún var fædd 12. apríl 1923.

Rangur fæðingardagur

Í æviágripi um Önnu Guðjónsdóttur í blaðinu á Þorláksmessu slæddist villa. Var sagt að móðir hennar Erla Hulda Valdimarsdóttir hefði verið fædd 12. ágúst 1923. Hið rétta er að hún var fædd 12. apríl 1923.

Rangt föðurnafn

Nafn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur leikkonu misritaðist í myndatexta á baksíðu blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Stöður heilsugæslulækna

Í frétt Morgunblaðsins 24. desember síðastliðinn var því ranglega haldið fram að erfitt hefði reynst að manna stöður sjálfstætt starfandi heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Hið rétta er að mikil ásókn er í þau störf. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að manna stöður heilsugæslulækna.