Evrur Gangi áform stjórnvalda í Hollandi eftir verður bannað að hvetja opinberlega til bankaáhlaups. Markmiðið er að tryggja fjármálastöðugleika.
Evrur Gangi áform stjórnvalda í Hollandi eftir verður bannað að hvetja opinberlega til bankaáhlaups. Markmiðið er að tryggja fjármálastöðugleika. — Reuters
Hollensk stjórnvöld vinna að lagasetningu sem myndi gera það ólöglegt að hvetja fólk opinberlega til þess að taka út innistæður sínar í bönkum. Lagasetningunni er ætlað að tryggja fjármálastöðugleika í landinu.

Hollensk stjórnvöld vinna að lagasetningu sem myndi gera það ólöglegt að hvetja fólk opinberlega til þess að taka út innistæður sínar í bönkum. Lagasetningunni er ætlað að tryggja fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni mun refsingin við því að hvetja til bankaáhlaups nema annaðhvort þriggja milljóna króna sekt eða þá fangelsisvist í allt að fjögur ár.

Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti Hollands, sem gefin var út í tengslum við lagafrumvarpið, kemur meðal annars fram að útlánastofnanir standa og falla með trausti þeirra sem fjármagna rekstur þeirra. Þar af leiðandi geta þeir sem efast opinberlega um greiðsluhæfi banka og hvetja innlánaeigendur til þess að taka fé sitt úr honum skapað raunverulega hættu á gjaldþroti þó svo að staða bankans sé traust.

Samkvæmt Bloomberg má rótina að lagasetningunni rekja til gjaldþrots hollenska bankans DSB Bank, en hollenski seðlabankinn tók bankann yfir í október árið 2008.

Neytendafrömuður felldi banka fyrir tveim árum

Innistæðueigendur gerðu áhlaup á bankann í kjölfar þess að neytendafrömuðurinn Pieter Lakeman fyllyrti að bankinn rukkaði viðskiptavini sína óeðlilega mikið fyrir umsýslu fasteignalána og hvatti innlánaeigendur til að taka fé sitt úr bankanum. Á tveim vikum voru innistæður fyrir 600 milljónir evra teknar úr bankanum og það leiddi til gjaldþrots hans hinn 19. október 2009. ornarnar@mbl.is