[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Snorri Steinn Guðjónsson er miðjumaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni HM í Svíþjóð dagana 13.-30. janúar. Snorri Steinn er 29 ára gamall, fæddur 17. október 1981.

Snorri Steinn Guðjónsson er miðjumaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni HM í Svíþjóð dagana 13.-30. janúar.

Snorri Steinn er 29 ára gamall, fæddur 17. október 1981. Hann lék fyrst með A-landsliði Íslands árið 2002 og hefur frá þeim tíma spilað 168 landsleiki og skorað 619 mörk.

Snorri var í landsliðinu sem fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008 og bronsverðlaunin á EM í Austurríki 2010.

Snorri er uppalinn Valsmaður og lék með meistaraflokki félagsins frá 1998 til 2003. Hann lék með Grosswallstadt í Þýskalandi 2003-05, Minden í Þýskalandi 2005-07 og GOG í Danmörku frá sumri 2007 til haustsins 2009. Þá gekk hann til liðs við Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi og var þar eitt tímabil en fór síðasta sumar til Danmerkur og leikur þar með AG Köbenhavn.