Gauragangur Ormur starir á stúlku úr líkkistunni sinni.
Gauragangur Ormur starir á stúlku úr líkkistunni sinni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gauragangur fór beint í fimmta sæti íslenska listans en hún var frumsýnd í síðustu viku. Myndin er einstaklega vel heppnuð nostalgíu-unglingamynd um orminn Orm Óðinsson.
Gauragangur fór beint í fimmta sæti íslenska listans en hún var frumsýnd í síðustu viku. Myndin er einstaklega vel heppnuð nostalgíu-unglingamynd um orminn Orm Óðinsson. Það má búast við því að hún verði lengi á topp tíu aðsóknarlistanum á næstu vikum eða mánuðum. En í fyrsta sæti er bíómyndin The Little Fockers með Ben Stiller og Robert DeNiro en þeir eru gamlir refir í að draga að sér áhorfendur. Í öðru sæti listans er Walt Disney myndin TRON: Legacy . Hin bráðfyndna mynd Megamind sem er teiknimynd í Shrek-stíl fellur úr fyrsta sætinu og niður í það þriðja. The Chronicles of Narnia fer úr öðru í það fjórða. En í sjötta sætinu er Harry Potter-myndin sem er búin að hala ágætlega inn fyrir jólin. Í sjöunda sæti er Niko and the Way to the Stars, í því áttunda Life As We Know It, í því níunda The Next Three days og síðan hryllingsmyndin The Last Exorcism .