[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Alexander Petersson voru í gær valin handknattleikskona og -maður ársins 2010 af HSÍ. Anna Úrsúla, sem er línumaður, var einn besti leikmaður Íslands á EM núna í desember og varð Íslandsmeistari með Val í vor.
A nna Úrsúla Guðmundsdóttir og Alexander Petersson voru í gær valin handknattleikskona og -maður ársins 2010 af HSÍ. Anna Úrsúla, sem er línumaður, var einn besti leikmaður Íslands á EM núna í desember og varð Íslandsmeistari með Val í vor. Hún er 25 ára gömul og uppalin í KR, sem síðar varð Grótta/KR, en hefur einnig leikið með Stjörnunni hérlendis. Þá var hún um tíma hjá Levanger í Noregi. Alexander, sem er hornamaður og skytta, hóf einnig feril sinn hérlendis hjá Gróttu en hélt til Þýskalands 2005. Hann var í stóru hlutverki hjá Íslandi þegar liðið vann til bronsverðlauna á EM í janúar og hefur leikið mjög vel með Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð, en liðið hefur komið mjög á óvart og er í 2. sæti deildarinnar.

Neil Warnock , knattspyrnustjóri toppliðs QPR í ensku B-deildinni í knattspyrnu, var sérlega ánægður með frammistöðu Heiðars Helgusonar í 4:0 sigrinum á Swansea í fyrradag. Heiðar skoraði úr vítaspyrnu í leiknum og lagði upp mark, og hrósaði Warnock Svarfdælingnum sem og Shaun Derry : „ Mér fannst þetta besta frammistaða Dezza [Derry] á leiktíðinni. Hann og Heiðar voru frábærir fyrir okkur ,“ sagði Warnock.

Svíinn Fredrik Ljungberg , sem lék með Arsenal um níu ára skeið, er kominn til Skotlands þar sem hann æfir með Celtic í Glasgow þessa dagana. Ljungberg á í viðræðum við Celtic um samning en samningur hans við bandaríska félagið Chicago Fire rennur út núna um áramótin. Takist samningar ætti Ljungberg að vera löglegur með Celtic í nágrannaslagnum mikla við Rangers 2. janúar og þann leik vill Svíinn, sem er 33 ára gamall, spila.

Búlgarinn Dimitar Berbatov , leikmaður Manchester United, kann greinilega vel við sig á Old Trafford en af mörkunum 13 sem hann hefur skorað fyrir United í úrvalsdeildinni á leiktíðinni hafa 12 komið á Old Trafford.