Tap Gömlu bankarnir eiga mikið yfirfæranlegt tap.
Tap Gömlu bankarnir eiga mikið yfirfæranlegt tap.
Ætla má að yfirfæranlegt tap íslenskra fyrirtækja á líðandi ári hafi numið rúmum sex þúsund milljörðum króna, en þá eru fallnar fjármálastofnanir teknar með í reikninginn. Kemur þetta fram í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra.

Ætla má að yfirfæranlegt tap íslenskra fyrirtækja á líðandi ári hafi numið rúmum sex þúsund milljörðum króna, en þá eru fallnar fjármálastofnanir teknar með í reikninginn. Kemur þetta fram í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra.

Segir þar að á undanförnum árum hafi menn horft á yfirfæranlegt tap ná nýjum hæðum ár hvert. Mörg eignarhaldsfélög hafi lent í erfiðleikum í aðdraganda hrunsins á árunum 2006 og 2007 og færðu milljarða og jafnvel tugi milljarða til bókar sem yfirfæranlegt tap til næstu ára. Árið 2008 var yfirfæranlegt tap samtals um 630 milljarðar króna og 1.620 milljarðar ári síðar. Samkvæmt framtölum fyrir árið 2010 var yfirfæranlegt tap um 5.200 milljarðar, en þar vantar framtal frá einum hinna föllnu banka og segir í Tíund að þegar hann sé tekinn með megi ætla að talan hækki um rúmlega þúsund milljarða.

Við álagningu árið 2010 áttu 14.500 félög yfirfæranlegt tap og fjölgaði þeim um 1.044 frá fyrra ári. Langflest þeirra voru með minna en tíu milljónir í yfirfæranlegt tap, eða um 9.950 félög. Uppsafnað tap þessara félaga nam aðeins um 20,7 milljörðum króna. Á hinum endanum voru 34 félög með samtals yfirfæranlegt tap upp á 4.200 milljarða króna. bjarni@mbl.is