Á morgun, miðvikudag, verða „íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar 2010“ og „íþróttalið Hafnarfjarðar“ krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Á morgun, miðvikudag, verða „íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar 2010“ og „íþróttalið Hafnarfjarðar“ krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á hátíðinni verða einnig veittar viðurkenningar til allra hafnfirskra íþróttamanna sem hafa unnið meistaratitla á árinu. Sá hópur er fjölmennur en alls hafa 474 Hafnfirðingar unnið Íslandsmeistaratitla á árinu, 14 hópar hafa unnið bikarmeistaratitla og 4 einstaklingar hafa orðið Norðurlandameistarar. Þá verða veittir styrkir í viðurkenningarskyni frá Hafnarfjarðarbæ til þeirra íþróttafélaga sem hafa unnið Íslands- eða bikarmeistaratitil í efstu flokkum, en það eru alls þrettán hópar sem fá úthlutað alls 3,9 milljónum króna.