Á slysstað í Langadal Við áreksturinn valt annar bíllinn út af veginum en tengivagn hans varð eftir. Hinn bíllinn hafnaði á víravegriði.
Á slysstað í Langadal Við áreksturinn valt annar bíllinn út af veginum en tengivagn hans varð eftir. Hinn bíllinn hafnaði á víravegriði. — Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Alvarlegt umferðarslys varð í Langadal í Húnavatnssýslu um kl. 19 í gærkvöld er tengivagn flutningabíls á leið norður lenti á flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Alvarlegt umferðarslys varð í Langadal í Húnavatnssýslu um kl. 19 í gærkvöld er tengivagn flutningabíls á leið norður lenti á flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður síðarnefnda bílsins var fluttur mikið slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Blönduósi til Reykjavíkur.

Slysið varð í brekku á hringveginum vestan við Bólstaðarhlíðarbrekku. Ekki er fullljóst hver orsökin var en annaðhvort hefur tengivagninn losnað aftan úr bílnum eða hinn bíllinn lent á tengivagninum. Á honum voru steypurör sem dreifðust um veginn á 300-400 metra kafla.

Umferð var beint um Þverárfjallsveg í gærkvöldi. Að sögn lögreglu á Blönduósi var ekki búist við að hægt yrði að opna veginn á ný fyrr en liði á nóttina.

Þar sem slysið varð er víravegrið og lenti annar flutningabíllinn á því. Að sögn sjónarvotta slitnaði annar vírinn en hinn kom í veg fyrir að bíllinn færi út af veginum.