Hátíðarsalur Á myndinni eru f.h. Gylfi Þorsteinn, Erlingur og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor.
Hátíðarsalur Á myndinni eru f.h. Gylfi Þorsteinn, Erlingur og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brjóstmynd af Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins, ráðherra og prófessor, var afhjúpuð í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Brjóstmyndina gerði Erlingur Jónsson myndhöggvari.

Brjóstmynd af Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins, ráðherra og prófessor, var afhjúpuð í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Brjóstmyndina gerði Erlingur Jónsson myndhöggvari. Langafabarn Gylfa, Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, afhjúpaði brjóstmyndina en gefendur voru Árni Gunnarsson, Ásgeir Jóhannesson og Óttar Yngvason ásamt öðrum vinum og velunnurum.

Gylfi var fæddur 1917 og lést 2004. Hann var skipaður dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið 1941 og varð prófessor í laga- og viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1946. Gylfi gegndi embætti menntamálaráðherra 1956-1971. Einnig stýrði hann árum saman ráðuneytum iðnaðar- og viðskiptamála. Gylfi sat á þingi 1946 til 1978 og var formaður Alþýðuflokksins 1968-1974.

Eftir að hann hætti sem ráðherra kenndi hann viðskiptafræði við Háskólann allt til ársins 1987. Hann var gott tónskáld og gerði m.a. þekkt lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar.