Opinn fundur um sjávarútveg verður haldinn í sal Nesskóla í Neskaupstað á morgun, 29. desember kl. 13-14:45. Í fréttatilkynningu segir að hagkvæmur sjávarútvegur sé mikilvæg undirstaða velferðar.

Opinn fundur um sjávarútveg verður haldinn í sal Nesskóla í Neskaupstað á morgun, 29. desember kl. 13-14:45. Í fréttatilkynningu segir að hagkvæmur sjávarútvegur sé mikilvæg undirstaða velferðar. Bent er á að á Austurlandi starfa 6-700 manns beint við veiðar og vinnslu, auk þeirra fjölmörgu sem starfa í þjónustu við greinina. Um Fjarðabyggðahafnir fara 27% alls sjávarafla sem landað er á Íslandi.

Á fundinum fjallar Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, um hvernig fyrirtækið hefur þróast á síðustu árum. Einnig flytja erindi þeir Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, og Ragnar Árnason, prófessor við HÍ.