Mótmæli Suðurkóreskur mótmælandi rífur mynd af Kim-feðgunum.
Mótmæli Suðurkóreskur mótmælandi rífur mynd af Kim-feðgunum.
Lest, sem flytja átti afmælisgjafir til Kims Jong-Un, væntanlegs leiðtoga Norður-Kóreu, fór út af sporinu fyrr í mánuðinum og talið er að andstæðingar kommúnistastjórnar landsins hafi valdið slysinu með því að skemma lestateina.

Lest, sem flytja átti afmælisgjafir til Kims Jong-Un, væntanlegs leiðtoga Norður-Kóreu, fór út af sporinu fyrr í mánuðinum og talið er að andstæðingar kommúnistastjórnar landsins hafi valdið slysinu með því að skemma lestateina.

Útvarpsstöð í Seúl hefur þetta eftir leyniþjónustumanni í Norður-Kóreu. „Járnbrautir Norður-Kóreu eru mjög úreltar ... en í þessu tilviki voru teinarnir svo illa skemmdir að svo virðist sem einhver hafi skemmt þá af ásettu ráði skömmu áður en lestin kom,“ sagði heimildarmaðurinn. Lestin fór út af sporinu nálægt landamærunum að Kína á leiðinni til Pyongyang og í henni voru meðal annars mörg dýr úr og sjónvarpstæki.

Hermt er að Kim Jong-Un eigi afmæli 8. janúar og verði 28 ára gamall. Hann er yngsti sonur Kims Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu, sem valdi hann sem eftirmann sinn.