— Morgunblaðið/Sverrir
Um þessar mundir eru 40 ár frá því að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kom nýtt til landsins. Í gegnum árin hefur skipið þjónað fjölþættum rannsóknum og reynst vel við íslenskar aðstæður.

Um þessar mundir eru 40 ár frá því að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kom nýtt til landsins. Í gegnum árin hefur skipið þjónað fjölþættum rannsóknum og reynst vel við íslenskar aðstæður.

Skipið var smíðað af Schiffbau-Gesellschaft Unterweser-skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi. Smíðasamningur var undirritaður 11. mars 1969 og var skipinu hleypt af stokkunum 27. apríl 1970. Til Reykjavíkur kom það hinn 17. desember 1970. Skipið ber nafn Bjarna Sæmundssonar, brautryðjanda í íslenskum haf- og fiskirannsóknum.