Hallmundur Kristinsson heldur áfram þeim sið að yrkja limrur út frá mannanöfnum og kannski sérvisku Íslendinga. Forðum á bæ sem hét Brunnar búandi var hann Gunnar. Á bæ líka bjó bóndi sem dó, en það var þónokkuð sunnar.

Hallmundur Kristinsson heldur áfram þeim sið að yrkja limrur út frá mannanöfnum og kannski sérvisku Íslendinga.

Forðum á bæ sem hét Brunnar

búandi var hann Gunnar.

Á bæ líka bjó

bóndi sem dó,

en það var þónokkuð sunnar.

Stefán Vilhjálmsson leggur orð í belg:

Í basli og skorti brýnum

nálægt bernskuheimkynnum mínum

bjó einstæður faðir

um áraraðir

ásamt eingetnum syni sínum.

Og Hallmundur var ekki af baki dottinn:

Lalli bróðir hét Lárus

en Lilla uppnefndi hann Kárus.

Í margmenni að sjá

minnti hann á

moldugan dynosaurus.

Og loks rekur hann smiðshöggið á vísnaþátt um limrur og nöfn:

Ýmislegt gerði hann Geir,

af góðmennsku, sögðu þeir.

Hann vann nokkuð víða

við það að smíða,

uns hann ekki gat meir.

Pétur Blöndal pebl@mbl.is