Aðalleikarar Hildur Arnalds og Alexander Briem.
Aðalleikarar Hildur Arnalds og Alexander Briem.
Eitt það áhugaverðasta við hina velheppnuðu bíómynd, Gauragang, er að öll vinnan við hana fór fram á Íslandi. Öll forvinnan fer vanalega fram á Íslandi og tökurnar, en eftirvinnslan fer iðulega fram erlendis.
Eitt það áhugaverðasta við hina velheppnuðu bíómynd, Gauragang, er að öll vinnan við hana fór fram á Íslandi. Öll forvinnan fer vanalega fram á Íslandi og tökurnar, en eftirvinnslan fer iðulega fram erlendis. Sérstaklega þegar um er að ræða svo flókna tölvuvinnslu sem í upphafsatriðinu þar sem langt skot er af geimskipinu MÍR þar sem hinn rússneski geimfari grætur dauða hins unga nóbelsskálds, Orms Óðinssonar, sem lést aðeins sextán ára að aldri. En þá senu var íslenskt tölvufyrirtæki þrjár vikur að gera. Ýmislegt nostur er í myndinni sem á að gerast í kringum 1980 en er tekin í Reykjavík árið 2010. Því þurfti að fjarlægja Perluna og ýmis hús sem hafa verið byggð síðan þá.