Arnór Atlason
Arnór Atlason
Þrátt fyrir að keppni í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik sé rétt rúmlega hálfnuð hefur nýja stórliðið AG Köbenhavn, sem þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason leika með, þegar sett met hvað varðar áhorfendafjölda. Samtals hafa 50.

Þrátt fyrir að keppni í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik sé rétt rúmlega hálfnuð hefur nýja stórliðið AG Köbenhavn, sem þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason leika með, þegar sett met hvað varðar áhorfendafjölda. Samtals hafa 50.000 aðgöngumiðar selst á leiki AGK en áður höfðu mest 46.000 séð leiki Aalborg á einni leiktíð. Þá horfa að meðaltali um 300.000 áhorfendur á leiki AGK í sjónvarpi, sem samsvarar um þriðjungi sjónvarpsáhorfenda.

Það er því ljóst að skartgripasalanum og eigandanum Kasi-Jesper Nielsen hefur tekist það ætlunarverk sitt að búa til stórlið sem nýtur mikilla vinsælda en til þess hefur hann notað ýmsar leiðir. Þetta hefur heppnast svo vel að sögn Nielsen að með nýjum auglýsingasamningi sem er í pípunum kemur auðjöfurinn út á sléttu.

AGK hefur unnið 16 leiki og gert 1 jafntefli á leiktíðinni og er með 7 stiga forskot á toppi deildarinnar. sindris@mbl.is