Það þykir ágætt að hafa smálíf á skrifstofunni. Gott er að hafa gróður, elegant að hafa rennandi vatn, og afskaplega fínt að hafa fiskabúr.

Það þykir ágætt að hafa smálíf á skrifstofunni. Gott er að hafa gróður, elegant að hafa rennandi vatn, og afskaplega fínt að hafa fiskabúr.

Hér er komin ein allsherjarlausn til að gera vinnurýmið frámunalega skemmtilegt, og þar að auki halda skipulagi á smáhlutunum sem fylgja vinnunni.

Þetta agnarsmáa fiskabúr er tengt við USB-tengi á tölvu til að knýja áfram lampa og vatnspumpu. Framan á er svo LCD-skjár með dagatali og vekjaraklukku. Og viti menn, tækið spilar líka fimm mismunandi náttúruhljóð.

Verðið er 39$ á Fatbraintoys.com („USB Desktop Aquarium“) ai@mbl.is