Kór og hljómsveit Gradualekór Langholtskirkju og hljómsveitin á æfingu.
Kór og hljómsveit Gradualekór Langholtskirkju og hljómsveitin á æfingu. — Morgunblaðið/Golli
Gradualekór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, flytur Krýningarmessuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart á tónleikum í kirkjunni annað kvöld, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 20. Allir einsöngvarar utan einn eru fyrrverandi félagar kórsins.

Gradualekór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, flytur Krýningarmessuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart á tónleikum í kirkjunni annað kvöld, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 20.

Allir einsöngvarar utan einn eru fyrrverandi félagar kórsins. Einsöngvarar eru Kristín Einarsdóttir Mantyla, Arnheiður Eiríksdóttir, Eggert Reginn Kjartansson og Andri Björn Róbertsson.

Verkið verður flutt í nýrri útsetningu kórstjórans fyrir stúlknakór og leikur fimmtán manna hljómsveit með. Konsertmeistari hennar er Ísak Ríkharðsson.

Fleiri verk eru á efnisskránni, m.a. Stabat mater eftir Pergolesi og Ave María eftir Eyþór Stefánsson.