Hollusta? Misvísandi skilaboð um hvað er hollt og hvað ekki rugla stundum fólk.
Hollusta? Misvísandi skilaboð um hvað er hollt og hvað ekki rugla stundum fólk. — Morgunblaðið/Eggert
Ráðstefnan „Heilsuveisla 2011“ verður haldin um helgina. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu milli kl. 8:30 og 17:00 bæði á laugardag og sunnudag.

Ráðstefnan „Heilsuveisla 2011“ verður haldin um helgina. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu milli kl. 8:30 og 17:00 bæði á laugardag og sunnudag. Að þessari ráðstefnu koma margir heilsuáhugamenn og -konur Íslands sem og einnig aðilar og fyrirtæki sem bjóða vörur og þjónustu tengda heilsu og hreyfingu.

Rætt verður um allt milli himins og jarðar tengt heilsu. Bæði verður boðið upp á fyrirlestra á ákveðnum tímum og einnig geta aðrir tjáð sig. M.a. munu áhugamenn og sérfræðingar í heilsu og hollustu reyna að svara spurningunni „Hvað í ósköpunum eigum við að borða þegar alls kyns sérfræðingar segja okkur hitt og þetta um næringu og upplýsingarnar stangast allar á?“ Rætt verður um mataróþol, andlegt heilbrigði og hvort matur og hreyfing geti komið í staðinn fyrir lyf. Þá verður sýnikennsla í matreiðslu og gestum leyft að smakka auk þess sem boðið verður upp á skemmtilega hreyfingu og skemmtiatriði.