Snúðar Davíð Freyr Jóhannsson og Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakaríi, Þórir Steingrímsson, Heilaheill og Kristín Lind Steingrímsdóttir og Arnar Stefánsson frá IKEA.
Snúðar Davíð Freyr Jóhannsson og Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakaríi, Þórir Steingrímsson, Heilaheill og Kristín Lind Steingrímsdóttir og Arnar Stefánsson frá IKEA. — Morgunblaðið/RAX
Síðastliðna helgi var stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur í IKEA. Markmiðið var að safna fé til styrktar samtökunum Heilaheill, sem vinna að hagsmunamálum einstaklinga sem hafa orðið fyrir heilablóðfalli.

Síðastliðna helgi var stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur í IKEA. Markmiðið var að safna fé til styrktar samtökunum Heilaheill, sem vinna að hagsmunamálum einstaklinga sem hafa orðið fyrir heilablóðfalli.

Í tilefni dagsins var haldin keppni þar sem fulltrúar frá þremur bakaríum, Konditori Copenhagen, Sandholt og Mosfellsbakaríi, og veitingarstað IKEA kepptu um það hver hefði bakað besta kanilsnúðinn. Það kom svo í hlut gesta IKEA að smakka og velja þann besta, en gestir höfðu kost á því að láta frjálst framlag af hendi rakna í söfnunarbauk þess sem hafði bakað besta kanilsnúðinn að þeirra mati. Það voru fulltrúar Mosfellsbakarís sem söfnuðu mestu og standa því uppi sem kanilsnúðameistarar 2011.

Allir bakarar gáfu vinnu sína, en IKEA greiddi fyrir hráefni keppenda, auk þess að tvöfalda frjáls framlög gesta. Samtals renna því um 600 þúsund krónur til Heilaheillar.