Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety varð hlutskarpastur í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á skíðum í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi í dag. Frakkinn Cyprien Richard varð annar og Austurríkismaðurinn Philipp Schörghofer þriðji.

Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety varð hlutskarpastur í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á skíðum í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi í dag. Frakkinn Cyprien Richard varð annar og Austurríkismaðurinn Philipp Schörghofer þriðji. Gunnar Þór Halldórsson var á meðal keppenda en hann féll í fyrri ferðinni. Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal var með forystuna eftir fyrri ferðina en honum tókst ekki nægilega vel upp í síðari ferðinni og varð að gera sér fjórða sætið að góðu.

Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í knattspyrnu fékk í gær góðan liðsstyrk þegar Hilmar Geir Eiðsson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hilmar kemur til Keflvíkinga frá Haukum. Hann er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur verið í lykilmaður í liði Haukanna. Hann lék 21 af 22 leikjum Hauka í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og skoraði í þeim 4 mörk.

Síðasti dagur Ólympíuhátíðar æskunnar í Liberec í Tékklandi var í gær. Lokahátíðin var glæsileg en við setningu hennar gengu keppendur fylktu liði. Fánaberi íslenska hópsins var Róbert Ingi Tómasson . Íslensku keppendurnir luku leik í gær. Þá mættu þeir Grikkjum og Svíum í liðakeppni alpagreina. Ísland vann Grikkland 4:0 en tapaði gegn Svíum með sömu tölum.