Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Um mál umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, segir hann: „Umhverfisráðherrann brást hins vegar við dómi Hæstaréttar með því að segja: Ég er í pólitík og vil láta náttúruna njóta vafans og vísaði til almannahagsmuna. En málið snýst ekki um það, málið snýst um að fara að lögum,“ segir Brynjar og bætir við: „Margir hafa sagt: Gott hjá umhverfisráðherranum að standa við sína pólitísku sannfæringu. En hann er ekki bara pólitískur ráðherra, hann er líka embættismaður sem hefur úrskurðarvald, og getur því ekki farið eftir pólitískum línum eða því pólitíska réttlæti sem hann býr sér til, ekki frekar en dómarar Hæstaréttar í málum sem þar eru til úrlausnar.“