ÍLS Lagabreyting tefst enn á þingi.
ÍLS Lagabreyting tefst enn á þingi.
Töf hefur orðið á því að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra leggi fram frumvarp sem veitir Íbúðalánasjóði skýrari heimild til að færa íbúðalán niður í 110% af markaðsvirði, líkt og bankarnir hafa boðað.

Töf hefur orðið á því að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra leggi fram frumvarp sem veitir Íbúðalánasjóði skýrari heimild til að færa íbúðalán niður í 110% af markaðsvirði, líkt og bankarnir hafa boðað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins má rekja töfina til vinnu fjármálaráðuneytisins við kostnaðarmat, en ljóst þykir að þeir 33 milljarðar króna sem ríkið hafði áður lagt sjóðnum til duga ekki til að mæta aukinni afskriftaþörf íbúðalána.

Íbúðalánasjóði hafa nú borist um 650 umsóknir um niðurfærslu íbúðalána. Þar af hefur nokkrum þegar verið hafnað þar sem umsækjendur uppfylla ekki öll skilyrði. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að í næstu viku verði hægt að afgreiða umsóknir þar sem engin álitamál eru uppi. Þá fyrst geti endanleg afgreiðsla umsókna farið að hefjast. Unnið verði við allar umsóknir þar til lögin taka gildi. bjb@mbl.is