Inga Þórey Jóhannsdóttir
Inga Þórey Jóhannsdóttir
Myndlistamennirnir Inga Þórey Jóhannsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson taka á morgun, sunnudag, þátt í leiðsögn um sýninguna Án áfangastaðar sem stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögnin hefst klukkan 15.

Myndlistamennirnir Inga Þórey Jóhannsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson taka á morgun, sunnudag, þátt í leiðsögn um sýninguna Án áfangastaðar sem stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögnin hefst klukkan 15.

Inga Þórey og Kristinn eiga bæði verk á sýningunni, ásamt fjölda annarra listamanna, innlendra sem erlendra, en Markús Þór Andrésson er sýningarstjóri. Útgangspunktur sýningarinnar er ferðahugurinn og upplifun ferðamannsins á því umhverfi sem verður á vegi hans. Verkin endurspegla hugmyndir samtímalistamanna um ferðalög, staði og staðleysur og beina sjónum að hinu skapandi og persónulega samtali sem á sér stað við upplifun ólíkra staða.

Mörg verkanna tengjast Íslandi.