Fjölgun Nýsett lög kveða á um 12 dómara í stað 9.
Fjölgun Nýsett lög kveða á um 12 dómara í stað 9. — Morgunblaðið/Kristinn
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Miðað er við að skipað verði í embættin hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu, að því er segir í tilkynningu.
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Miðað er við að skipað verði í embættin hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu, að því er segir í tilkynningu. Gerð er krafa um að umsækjendur fullnægi tilteknum lagaskilyrðum, þ.m.t. um menntun, en í umsókn er einnig áskilið í samræmi við lög að fram komi upplýsingar um reynslu af dómarastörfum, lögmannsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum á borð við kennslu, stjórnun og öðru sem nýtast kann, svo sem vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar. Þá ber umsækjendum að láta umsókn fylgja margvísleg gögn, svo sem nýlega dóma, stefnur, greinargerðir eða fræðirit, svo nokkuð sé nefnt.