Frumtak hefur fjárfest fyrir 81 milljón í nýsköpunarfyrirtækinu Völku, sem sérhæfir sig í þróun tæknilausna fyrir sjávarútveginn.

Frumtak hefur fjárfest fyrir 81 milljón í nýsköpunarfyrirtækinu Völku, sem sérhæfir sig í þróun tæknilausna fyrir sjávarútveginn. Í tilkynningu sem send var út vegna málsins segir að Valka hafi vakið mikla athygli fyrir lausnir fyrir sjálfvirkan skurð og flokkun fisks. Þar að auki hefur fyrirtækið þróað hugbúnað til að halda utan um framleiðsluferli og pantanakerfi . Valka var stofnuð árið 2003 af Helga Hjálmarssyni og hefur selt sínar afurðir innanlands sem utan, meðal annars til Noregs , Kanada og Færeyja. Hefur félagið þegar sótt um og eignast nokkur einkaleyfi.

Frumtak, samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex stærstu lífeyrissjóða landsins auk þriggja banka. Sjóðurinn fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum. thg@mbl.is