Bókasöfn Geta verið lifandi.
Bókasöfn Geta verið lifandi. — Morgunblaðið/Golli
Alþjóðatorg ungmenna og Gerðuberg standa fyrir bráðlifandi bókasafni í kaffihúsi Gerðubergs í dag, laugardag, frá kl. 14-16. Á Lifandi bókasafni geta gestir fengið að láni lifandi og talandi bók til að fræðast og skemmta sér um leið.

Alþjóðatorg ungmenna og Gerðuberg standa fyrir bráðlifandi bókasafni í kaffihúsi Gerðubergs í dag, laugardag, frá kl. 14-16. Á Lifandi bókasafni geta gestir fengið að láni lifandi og talandi bók til að fræðast og skemmta sér um leið.

Markmið Lifandi bókasafns er að vinna gegn fordómum og eru bækurnar fulltrúar ólíkra hópa í samfélaginu, hópa sem oft mæta fordómum, búa við misrétti og/eða félagslega einangrun. Ef þú ert tilbúinn til að horfast í augu við fólk sem hefur öðruvísi sjónarhorn þá ættir þú að gerast lesandi í Lifandi bókasafni þar sem bækurnar geta talað.