Arion banki vill koma því á framfæri að enginn stjórnarmanna bankans eða varamanna í stjórn hafi fallið á prófi Fjármálaeftirlitsins , sem snýr að hæfi og hæfni til stjórnarsetu í íslenskum fjármálafyrirtækjum.
Arion banki vill koma því á framfæri að enginn stjórnarmanna bankans eða varamanna í stjórn hafi fallið á prófi Fjármálaeftirlitsins , sem snýr að hæfi og hæfni til stjórnarsetu í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Morgunblaðið greindi frá því á fimmtudaginn að 26 af 35 stjórnarmönnum og varamönnum í stjórn íslenskra banka, sem þreytt höfðu próf Fjármálaeftirlitsins, hefðu staðist. Einhverjir þreyttu prófið aftur með betri árangri, en sumir þeirra sem ekki stóðust gerðu ekki aðra tilraun til þess.