Tónskáldið Isang Yun
Tónskáldið Isang Yun
Í minningu Isang Yun er yfirskrift tónleika Caput hópsins í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 15.15. Caput flytur þá úrval verka eftir Isang Yun (1917-1995), sem var helsta tónskáld Kóreu á 20. öld.
Í minningu Isang Yun er yfirskrift tónleika Caput hópsins í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 15.15.

Caput flytur þá úrval verka eftir Isang Yun (1917-1995), sem var helsta tónskáld Kóreu á 20. öld. Flutt verða fjögur tónverka hans, Tríó fyrir flautu, óbó og fiðlu (1972-1973), Glissés fyrir selló (1070), Kvartett fyrir flautu, fiðlu, selló og píanó (1988) og Kvartett fyrir óbó og strengi (1994). Þá verður flutt verk eftir Hosokawa: Memory, í minningu Isang Yun, en það er píanótríó frá 1996.

Isang Yun nam við tónlistarháskólann í Osaka og tónsmíðar í Tókýó. Ferill hans var litríkur og markaður af pólitískum átökum; eftir að hafa verið rænt árið 1967 af Suður-Kóreumönnum í Vestur-Berlín, þar sem hann bjó, var hann pyntaður og hnepptur í fangelsi. Honum var sleppt fyrir þrýsting frá útlöndum en gerður útlægur úr heimalandinu.