Fullt hús. A-Allir.

Fullt hús. A-Allir.

Norður
5
654
ÁG7654
942
Vestur Austur
Á10 K9876432
ÁG109872 K3
K32 8
5 86
Suður
DG
D
D109
ÁKDG1073
Ísak Örn Sigurðsson rak augun í spil þáttarins fyrir viku og hafði sögu að segja. Spilið er frá sveitakeppni Bridshátíðar, en þar keppti Ísak í sveit VÍS með Helga Sigurðsson sem makker. Andstæðingar þeirra voru Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson í sveit Sparisjóðs Siglufjarðar. Aðalsteinn var með áttlitinn í spaða og vakti á 3. Ísak sagði 3G á suðurhöndina, þrátt fyrir vafasamt spaðastopp, Bjarni 4 og Helgi 5, sem Bjarni doblaði. Útspilið var lauf og Helgi fékk þrettán slagi. Hinum megin spiluðu VÍS-menn 6 doblaða í A-V. Þar voru á ferð Stefán Jónsson og Hlynur Angantýsson gegn sigurvegurum tvímenningsins, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Útspilið var D og sagnhafi tók þrettán slagi.

Fáséð að sama sveitin taki alla slagina á báðum borðum!