Flytjendurnir Strengjaleikararnir átta sem koma fram annað kvöld.
Flytjendurnir Strengjaleikararnir átta sem koma fram annað kvöld.
Á fimmtu og síðustu tónleikum starfsárs Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, verða fluttir tveir strengjaoktettar, eftir Felix Mendelssohn og George Enescu.

Á fimmtu og síðustu tónleikum starfsárs Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, verða fluttir tveir strengjaoktettar, eftir Felix Mendelssohn og George Enescu.

Felix Mendelssohn varð ekki nema 36 ára en var bráðger; oktettinn op. 20 samdi hann árið 1825, 16 ára að gamall. Þá hafði Mendelssohn þegar samið 13 sinfóníur fyrir strengjahljómsveit og þrjá meiri háttar píanókvartetta. Oktettinn, sem mörgum þykir eitt besta kammerverk Mendelssohns, hefur hljómað einu sinni áður hjá Klúbbnum, í mars 1977.

George Enescu fæddist í Rúmeníu 1881, óvenjulegt undrabarn í tónlist. Með tímanum varð Enescu heimsfrægur fiðlari, píanisti, tónskáld og hljómsveitarstjórnandi; auk þess var hann annálaður kennari – meðal nemenda hans voru fiðlarinn Menuhin og píanóleikarinn Dinu Lipatti.

Eftir Ensecu liggja allmörg kammerverk en einungis hefur eitt þeirra hljómað áður hjá klúbbnum. Oktettinn samdi Enescu tiltölulega nýútskrifaður úr tónlistarháskóla.

Flytjendur á tónleikunum eru fiðluleikararnir Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Sif Tulinius og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir lágfiðluleikarar og knéfiðluleikararnir Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurgeir Agnarsson.