Íslenski sönglistahópurinn
Íslenski sönglistahópurinn
Íslenski Sönglistahópurinn, ásamt strengjakvartettinum Sardas og Helga Má Hannessyni píanóleikara, heldur tónleika í Iðnó á morgun, konudaginn. Tónleikarnir hefjast kl. 18 og á efnisskránni eru sönglög og dúettar úr þekktum söngleikjum frá 1920-1960.

Íslenski Sönglistahópurinn, ásamt strengjakvartettinum Sardas og Helga Má Hannessyni píanóleikara, heldur tónleika í Iðnó á morgun, konudaginn. Tónleikarnir hefjast kl. 18 og á efnisskránni eru sönglög og dúettar úr þekktum söngleikjum frá 1920-1960. Meðal þekktra laga sem heyrast má nefna: „Some Encanted Evening“, „Can‘t Help Loving That Man“ og „You‘ll Never Walk Alone“.

Íslenski sönglistahópurinn var stofnaður haustið 2010. Þessir tónleikar eru annað verkefni hópsins en í vor mun hann flytja óperuna Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson.