Keppni Mikil og sterk hefð er fyrir ljóðaslammi unglinga í New York.
Keppni Mikil og sterk hefð er fyrir ljóðaslammi unglinga í New York.
Klipparinn Hermann Hermannsson hlýtur tilnefningu til New York Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir 16. seríuna af Knicks Poetry Slam.

Klipparinn Hermann Hermannsson hlýtur tilnefningu til New York Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir 16. seríuna af Knicks Poetry Slam. Þættirnir segja frá unglingakeppni á milli krakka á aldrinum 13-19 ára í ljóðaslammi en mikil og sterk hefð er fyrir slíkum keppnum í New York.

Hæfileikaríkir krakkar

„Framleiðslufyrirtækið sem ég var að vinna hjá framleiddi sex þætti þar sem keppninni er fylgt eftir en ferlið er keimlíkt því sem gengur og gerist í American Idol-þáttunum. Nema þá að þetta er allt frumsamið. Þessir krakkar eru margir hverjir mjög hæfileikaríkir en þeim er fylgt eftir og því lengra sem á líður því meiri athygli er beint að þeim sem komust áfram í úrslitin,“ segir Hermann. Þættirnir eru mikið til í heimildarmyndastíl en alls fékk þátturinn sex tilnefningar, þar af eina í flokki heimildarmynda. Þá hlaut Hermann tilnefningu í flokki klippara í þáttaröðum. „Ég er mjög ánægður með að vera sérstaklega tilnefndur á mínu sviði sem klippari. Maður veit svo sem ekki hvaða þýðingu þetta mun hafa en það er gott að fá slíka viðurkenningu fyrir starf sitt. Enda liggur mikil og viðstöðulaus vinna að baki slíkri þáttagerð,“ segir Hermann.