— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í gær út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða. Aukningin nemur alls 65 þúsund tonnum og fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í gær út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða. Aukningin nemur alls 65 þúsund tonnum og fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn. Heildarheimildir til loðnuveiða á fiskveiðiárinu eru nú 390 þúsund tonn og þar af fara um 317 þúsund tonn til íslenskra fiskiskipa.

Aukningin er í samræmi við tillögu Hafrannsóknastofnunar. Áætla má að tekjur þjóðarbúsins geti aukist um fjóra milljarða króna með þessari viðbót. Upphafskvóti var gefinn út 19. nóvember og var hann upp á 200 þúsund tonn. Fyrstu skipin byrjuðu veiðar í desember. Kvótinn var síðan aukinn 26. janúar í kjölfar leiðangurs Hafrannsóknastofnunar og nam sú aukning 125 þúsund tonnum.