Sílamávurinn er kominn aftur
Sílamávurinn er kominn aftur
Fullorðinn sílamávur sást í Sandgerði í fyrradag. Þar með er líklega „fyrsti eiginlegi farfuglinn“ kominn til landsins eins og segir á vef fuglaáhugamanna í Hornafirði, fuglar.is. Svartfuglinn settist upp í Vestmannaeyjum 9. febrúar.

Fullorðinn sílamávur sást í Sandgerði í fyrradag. Þar með er líklega „fyrsti eiginlegi farfuglinn“ kominn til landsins eins og segir á vef fuglaáhugamanna í Hornafirði, fuglar.is.

Svartfuglinn settist upp í Vestmannaeyjum 9. febrúar. Á næstu vikum má búast við að álftin, tjaldurinn og skúmurinn snúi aftur til landsins eftir vetursetu á suðlægari slóðum. gudni@mbl.is