Það er hörmung að horfa upp á framgöngu borgaryfirvalda

Dag eftir dag mótmæla borgarbúar stjórn Samfylkingarinnar á borginni í skjóli skemmtiframboðsins. Fyrst er gerð atlaga að skólakerfi borgarbúa en þegar samfylkingarfólkið rekst á vegg hrekkur það til baka með helming fyrirætlana sinna og kynnir eigið undanhald sem varnarbaráttu þess sjálfs fyrir borgarbúa. Auðvitað sjá þeir í gegnum þessa vandræðalegu túlkun á uppgjöf og úrræðaleysi.

En hvað gerir æðsti embættismaður borgarinnar á meðan þessu fer fram? Hann er að slást við aspir. Hann er á móti öspum og vill fá „innlend“ tré í staðinn fyrir þær. Aspirnar eru hraðvaxnar og hafa lífgað hratt upp á steindrepandi borgarmyndina með sínum stórgerðu grænu laufum og á haustin standa þær allar svo skínandi gular, eins og skáldið benti á. En á meðan raunverulegir stjórnendur borgarinnar sækja að skólum hennar ræðst borgarstjórinn á aspirnar. Forgangsröðun í lagi. Báðir aðilar rífa niður.