— Scanpix
Platan Go, sem Jón Þór Birgisson, Jónsi, sendi frá sér á síðasta ári, hlaut í gærkvöldi Norrænu tónlistarverðlaunin, sem veitt voru í Ósló, fyrir bestu norrænu plötu síðasta árs.
Platan Go, sem Jón Þór Birgisson, Jónsi, sendi frá sér á síðasta ári, hlaut í gærkvöldi Norrænu tónlistarverðlaunin, sem veitt voru í Ósló, fyrir bestu norrænu plötu síðasta árs. „Þetta kom mér virkilega á óvart, ég átti ekki von á þessu,“ sagði Jónsi við blaðamann Morgunblaðsins eftir að úrslitin voru tilkynnt „Ég ætlaði að fara í rómantíska helgarferð til Óslóar. Ég vissi lítið um þessi verðlaun en vissi þó að Ólöf Arnalds og Robyn hefðu verið tilnefndar.“ Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í ár. Upphaflega voru sextíu plötur tilnefndar en tólf voru svo valdar í endanlegt úrtak.