Góð mynd Maður með vatnsbrúsa á hjóli í Afganistan.
Góð mynd Maður með vatnsbrúsa á hjóli í Afganistan. — Reuters
Það eru engin takmörk fyrir því hvað okkur mannfólkinu dettur í hug. Á vefsíðunni Heroofswitzerland.blogspot.com má sjá mörg dæmi um hvað við erum hugmyndarík.

Það eru engin takmörk fyrir því hvað okkur mannfólkinu dettur í hug. Á vefsíðunni Heroofswitzerland.blogspot.com má sjá mörg dæmi um hvað við erum hugmyndarík.

Undir liðnum Top Tips vinstra megin á síðunni eru birtar hugmyndir að því hvað má gera við gamalt dót eða það sem virðist vera einskis virði, einnig eru allskonar sniðug sparnaðarráð. Þetta er undarlegur samtíningur, t.d. mælir einn með því að hafa alltaf tilbúna súpu í dós í skúffunni hjá sér í vinnunni ef hádegismaturinn gleymist heima, þá er alltaf hægt að hita upp súpuna og það er miklu ódýrara en að fara út og kaupa sér mat. Mælt er með því að nota gamlan vínrekka sem þurrkgrind, gamla kökudiska sem myndaramma, að nota tvo gaffla saman í staðinn fyrir handþeytara, nota kakóduft sem sólpúður og margt margt fleira sem er fáránlegt og fyndið.

Annað skemmtilegt má finna á þessari síðu, t.d. undir liðnum Stuff We Like. Þar má sjá myndir af ýmsu sniðugu, t.d. áhugaverðri hönnun, myndir af undarlegum hlutum sem einhver hefur rekist á á förnum vegi og innsendar skopmyndir. Þetta er fín vefsíða til afþreyingar.